mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Umsóknir um styrki

Óðinn Örn Jóhannsson
7. nóvember 2018 kl. 10:57

Fagráð í Hrossarækt

Úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands:

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.

Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.

Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2018. Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 3. desember 2018 og skal umsóknum skilað til:

Fagráð í hrossarækt, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík.

Fagráð í hrossarækt.