sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Umsóknarfrestur til 20. júní

18. júní 2015 kl. 13:38

Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og Skjálfti frá Langholti.

Áhugamannadeild Spretts hefst aftur 4. febrúar 2016.

Minnt er á að umsóknarfrestur nýrra liða í Áhugamannadeild Spretts 2016 er til 20 júní, að er fram kemur í tilkynningu frá hestamannafélaginu Sprett.

"Þau lið sem unnið hafa sér keppnisrétt verða að staðfesta við forsvarsmenn deildarinnar áframhaldandi þátttöku fyrir 20 júni 2015 ásamt liðskipan.

Ný lið sem áhuga hafa á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 20 júni.  Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn knapa liðsins.

Dregið verður úr umsóknum þann 1 júli í veislusal Spretts. Nánar auglýst síðar. 

Þau lið sem falla úr deildinni 2015 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um. Það eru fjögur sæti laust í Áhugamannadeild Spretts 2016. 

Umsóknir sendist á ahugamannadeild@sprettarar.is fyrir 20 júni n.k.

Við bendum á reglur Áhugamannadeildar Spretts – liður 7 - um hvaða knapar hafa keppnisrétt í deildinni.

 • 7. Keppendur í Áhugamannadeildinni – inngangsskilyrði
 • 7.1.   Knapar sem keppa í áhugamannaflokkum
 • 7.2   Knapar sem hafa ekki laun af tamningu eða þjálfun hesta þ.e.a.s. hafi hestamennsku sem   aðal atvinnugrein
 • 7.3.  Knapar sem ekki hafa keppt í meistaraflokki seinustu 3 ár  eða keppt t.d.  í Meistaradeildinni.  Undantekin er keppni á Íslandsmóti þar sem einungis er keppt í einum flokki, meistaraflokki þ.e. knapar í áhugamannaflokkum (sem keppa venjulega í 1 og 2 flokki) sem keppa á Íslandsmóti hafa keppnisrétt í Áhugamannadeildinni.
 • 7.4.  Lágmarksaldur keppenda í Áhugamannadeild er 22 ár.
 • 7.5.  Stjórn Áhugamannadeildar Spretts hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylla inngangskilyrði

Dagsetningar móta 2016 hafa verið ákveðnar.

 • Fimmtudagur 4 febrúar                                    :  4gangur
 • Fimmtudagur 18 febrúar               :  Trekk/smali - tímabraut
 • Fimmtudagur 3 mars                        :  5gangur
 • Fimmtudagur 17 mars                     :  Slaktaumatölt
 • Fimmtudagur 31 mars                     :  Tölt – lokamótið

Hvetjum hestamenn að safna saman í lið og sækja um í Áhugamannadeild Spretts 2016."