laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Umsóknafrestur framlendur í Reiðmanninn á Akureyri og Iðavöllum á Héraði til 17. ágúst vegna óska heimamanna

11. ágúst 2010 kl. 10:07

Umsóknafrestur framlendur í Reiðmanninn á Akureyri og Iðavöllum á Héraði til 17. ágúst vegna óska heimamanna

Reiðmaðurinn er heiti á námskeiðsröð sem ætluð er fróðleiksfúsu hestafólki.

Námið er tilvalið fyrir þá sem vilja auka færni sína í reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt og almennu hestahaldi.

 

>>      Reiðmaðurinn er röð námskeiða sem kennd eru á tveimur árum og

            hægt að taka samhliða vinnu eða námi.

>>      Námið byggir á fjarnámi og verklegri kennslu eina helgi í mánuði yfir skólaárið. 

>>      Megináhersla er lögð á reiðmennsku. Einnig er fjallað um almenn atriði sem snúa

            að hrossarækt og almennu hestahaldi, s.s. fóðrun, frjósemi og kynbætur.

>>      Námið er metið til 33 ECVET-eininga á framhaldsskólastigi og lýkur námskeiðs-

            röðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

>>      Umsækjendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri.

>>      Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands sér um framkvæmd námsins.

            Auk LbhÍ koma Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda

            að náminu.

>>      Reiðkennarinn Erlingur Ingvarsson mun sjá um verklega kennslu á Akureyri!

>>      Umsóknafrestur er framlengdur til 17. ágúst 2010

            á Akureyri og Iðavöllum á Fljótsdalshéraði. Umsóknaeyðublöð þarf að prenta út og senda!

 

 

   Nánari upplýsingar á endurmenntun@lbhi.is  og á heimasíðunniwww.lbhi.is/namsk