þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Umræða um framgöngu MAST og LH

odinn@eidfaxi.is
6. janúar 2015 kl. 21:20

Þorleifur Sigfússon dýralæknir

Fundur í Sprettshöllinni kl. 20:00 föstudaginn 9. janúar 2015. Frummælandi verður Þorleifur Sigfússon dýralæknir sem starfar í Svíþjóð.

Almennur umræðufundur um mikilvægi tannröspunar hrossa, sérstaklega í ljósi málflutnings eftirlitsstofnunarinnar Mast um þau mál. Einnig verður framganga sömu stofnunar og Landssambands hestamannafélaga gegn notkun stangabúnaðar sem dregur úr þrýstingi á tungu, s.s. Jolla- og Ellastanga auk einjárnunga með sambærilega virkni, rædd.

Frummælandi verður Þorleifur Sigfússon dýralæknir sem starfar í Svíþjóð. Allir eru velkomnir og er frjálst að taka þátt í umræðum en sérstaklega er hvatt til að fulltrúar Mast og LH mæti, skýri sínar kenningar og taki þátt í umræðum.