sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Um tíu þúsund manns á LM2012 í Reykjavík

1. júlí 2012 kl. 13:16

Einmuna veðurblíða hefur verið á Landsmóti hestamanna í Reykjavík, þar til í dag að smá skúrir fóru að gera vart við sig. Myndin er af konum sem veittu verðlaun á LM2012, klæddar íslenskum búningum.

Svipaður fjöldi og á fyrsta Landsmóti hestamanna á Þingvöllum 1950

Um tíu þúsund manns eru á Landsmóti hestamanna í Reykjavík, eða voru þegar flest var. Í gærkvöldi voru yfir níu þúsund miðar seldir og töluvert rennsli var í miðasölunni í morgun. Vonast var eftir að 12 til 14 þúsund myndu kaupa sig inn á mótið, en ljóst er að sú ósk rætist ekki. Mótið hefur hins vegar farið vel fram og veðurblíðan alla vikuna alveg einstök. Smá skúrir eru nú í Víðidalnum, en hlýtt og milt. Til gamans má geta þess að um tíu þúsund manns voru á fyrsta Landsmóti hestamanna á Þingvöllum 1950.