fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Um sölu og markaðsmál hrossabænda

5. september 2011 kl. 14:24

Um sölu og markaðsmál hrossabænda

Gunnar Bjarnason var í áratugi í hlutastarfi sem markaðsstjóri íslenska hestsins erlendis á hlutalaunum hjá Búnaðarfélaginu. Þessum kafla lauk þegar Gunnar varð 71 árs 1986...

  Gunnar var markaðsstjóri,sendiherra eða umboðsmaður og hélt utan um áróður og samstarf  Íslandshesta-manna erlendis, hann var  ástríðumaður sagnahefðar og sölumennsku, hesturinn var honum heilagt ævintýri. Við höfum tryggt okkur upprunavottorð hestsins en við verðum að vera lykilmenn í forystu um málefni hestsins á erlendri grund. Lengi vel sat enginn íslendingur í stjórn FEIF nú er þar þó varaformaður LH Gunnar Sturluson.
Gunnar Bjarnason gerði meira, hann virkjaði SÍS með Agnar Tryggvason og fleiri í sölu málin og Flugfélag Íslands, Sigurður Helgason hefur lýst því hvernig þeir fóru með hestinn inní löndin svo komu ferðamennirnir til baka í pílagrímsför að líta fyrirheitna landið. Þarna liggur þráður sem er lífþráður okkar til upplýsinga og baráttu fyrir því að hingað sækji menn áfram kynbætur og sín bestu hross. Að selja er tækni en hluti af því er að rækta vináttuna og hafa í verki áróðurskerfi. Ég geri ekkert lítið úr hverjum og einum en sameinaðir eru menn sterkari, það þarf að byggja Gunnars-brúna að nýju. Þessi íslenski sannleikur kom mér í hug eftir að öflugir hestamenn komu að máli við mig um hvað væri til ráða til að efla Íslandshestaheiminn og forystuhlutverk okkar erlendis með ráðum og dáð.      
                           Að skipa nefnd?                                                                                                        Skipa nefnd sögðu þeir ég tók undir það en svo fór ég að hugleiða er ekki allt til sem skiftir máli þarf kannski fyrst og fremst  framkvæmdanefnd til að fylgja eftir síðustu skýrslunni sem var samin um markaðsmálin og sérstöðu hestsins. Ég náði mér í skýrsluna sem trúlega er rykfallin og kannski gleymd öllum, þó ný sé af nálinni.  Arftaki minn á stóli Landbúnaðarráðherra Einar K Guðfinnsson gerði það fljótlega á ferli sínum að skipa nefnd  til að greina aðalatriðin undir nafninu  „Markaðssetning íslenska hestsins erlendis.“ Það var Ásta Möller alþingismaður sem fór fyrir þessu starfi en með henni sátu í nefndinni Freyja Hilmarsdóttir, Hulda Gústafsdóttir, Kristinn Hugason, Magnea Guðmundsdóttir, Pétur j Eiríksson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Allt fólk með yfirgrips mikla þekkingu á málaflokknum. Verkefni nefndarinnar var að meta hvernig staðið er að kynningu íslenska hestsins nú, velta fyrir sér nýjum hugmyndum og leita leiða til að bæta árangur af útflutningsstarfinu. Jafnframt var nefndinni falið að skoða hvernig best megi nota hestinn í landkynningarstarfi íslenskra afurða og ferðaþjónustu erlendis. Það er skemmst frá því að segja að skýrslan sem gefin var út ári síðar er upplýsingarit um hvað hefur verið gert á þessari öld til að styrkja stöðu hestamennskunnar bæði af hálfu þess opinbera og félagsheildarinnar og Bændasamtakanna. Jafnframt er skýrslan leiðarvísir um hvert ber að halda hvar og hvernig skuli tekið á hinum stærstu verkefnum sem skifta máli í Íslandshestaheiminum á næstu árum. Hinsvegar skiftir svona úttekt engu máli ef skýrslunni  er svo hent uppí hillu og rykfellur þar og enginn þylur boðorðin yfir eða framfylgir hinum góðu fyrirheitum. Svo ég tali nú ekki um ef menn vita ekki hver á að framkvæma og bera ábyrgð á að framfylgja áætluninni. Ég hefði talið að gott væri að Félag Hrossabænda, Landssamband Hestamannafélaga, Félag Tamningmanna  háskólarnir á Hólum og Hvanneyri  og Land-búnaðarráðuneytið setji í gang starfshóp til að fylgja eftir efni skýrslunnar. Það kann að vera að þar eigi að vera maður frá ferðaþjónustunni svo sterkur er hesturinn í landkynningunni. Aðalatriðið er þetta, fagmennskan í ræktun og reiðmennsku er í nýjum hæðum það er óþarfi að drepast ofaní klofið á sér eða láta aðrar þjóðir stela af sér forystunni um íslenska hestinn svo ekki sé talað um sölunni á alhliða gæðingnum hvað þá kynbótahrossunum. Ágætu hestamenn verkefnið er í ykkar höndum það leysir þetta enginn fyrir ykkur.
                                                              Guðni Ágústsson