föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úlfstönn algengt fyrirbæri

15. janúar 2010 kl. 11:11

Úlfstönn algengt fyrirbæri

Nú þegar fólk er nýbúið að taka hrossin á hús eru nokkur atriði fastur liður. Við hugum að heilsu þeirra og fyrirbyggjandi aðgerðir gerðar með ormalyfsgjöf og röspun tanna.Síðan er rakað undan faxi eða jafnvel meira.

Sveinn Ólafsson dýralæknir hjá dýralæknaþjónustu Suðurlands sinnir þessa dagana þvi af þessu sem heyrir undir dýralæknana.

„Það er algengt að fólk lætur yfirfara tennur hesta sinna, enda betra að gera það strax heldur en að bíða þar til eitthvað slæmt skeður" sagði Sveinn er Eiðfaxi.is átti við hann stutt spjall."Það sem kannski kemur á óvart, er hve algengar úlfstennur eru í ungum hrossum. Það er mjög mikilvægt að fjarlægja þær áður en þær valda særindum og skapa önnur vandamál,“ segir Sveinn.