þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ugla frá Grund efst á síðsumarsýningu í Skagafirði

28. júlí 2010 kl. 16:05

Ugla frá Grund efst á síðsumarsýningu í Skagafirði

Ugla frá Grund stendur efst eins og er á síðsumarsýningunni í Skagafirði. Ugla sem er sex vetra gömul Aronsdóttir hlaut 8,46 fyrir kosti og í aðaleinkunn 8,20.

Tvær sex vetra hryssur í viðbót hafa hlotið prýðilegan dóm, það eru Kolka frá Hóli v/Dalvík með  8,18 og Ólga frá Steinnesi með 8,17. Ein fjögurra vetra hryssa hlaut fyrstu verðlaun, það er Sæla frá Þóreyjarnúpi dóttir Hágangs frá Narfastöðum með 8,07.