sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Týnd hryssa

17. október 2011 kl. 14:47

Týnd hryssa

Þessi fjögurra vetra brúnskjótta hryssa tapaðist úr girðingu við Vatnsleysu í Biskupstungum. Ekki er ljóst hvenær hún hvarf en hún er örmerkt og skráð í Feng.

Hryssan er, eins og myndin sýnir, sokkótt upp að hnjám að framan, allt faxið er hægra megin, al-svart/brúnt höfuð (engin stjarna eða blesa) og efri partur taglsins er hvítur en neðri parturinn svartur/brúnn.

Ef þið hafið upplýsingar um afdrif hennar vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu Katrínu í s. 862 4343 eða Sólveigu í s. 695 4943.