fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvöfaldur sigur Hugleiks

12. febrúar 2015 kl. 10:05

Valdimar og Hugleikur mörðu sigurinn af Lilju og Móa á yfirferðartölti. Mynd/Sigurlína Erla Magnúsdóttir

Valdimar Bergstað fór með nauman sigur af hólmi í fyrstu keppni KS deildarinnar.

Valdimar Bergstað og Hugleikur frá Galtanesi fóru með nauman sigur af hólmi í fjórgangskeppni KS-deildarinnar í gærkvöldi. Þeir luku keppni með einkunnina 7,87.  

Þetta er fyrsta keppni Valdimars og Hugleiks saman, en Valdimar festi kaup á klárnum nýlega. Ekki eru nema tvær vikur síðan Hugleikur stóð uppi sem sigurvegari í fjórgangskeppni Meistaradeildarinnar sunnan heiða undir stjórn Ólafs Ásgeirssonar.

Lilja Pálmadóttir og Mói frá Hjaltastöðum, sem sigruðu B-úrslit keppninar, leiddu A-úrslitin framan af en Valdimar og Hugleikur skutust upp fyrir þau með því að hljóta hærri einkunn á yfirferðartölti.

Þriðja varð Hanna Rún Ingibergsdóttir á Nótt frá Sörlatungu, fjórði varð Bjarni Jónasson á Roða frá Garði og fimmti Þórarinn Eymundsson á Takti frá Varmalæk.

A - úrslit

Valdimar Bergsstað Hugleikur frá Galtanesi 7,87
Lilja Pálmadóttir Mói frá Hjaltastöðum 7,70
Hanna Rún Ingibergsdóttir Nótt frá Sörlatungu 7,47 hlutkesti
Bjarni Jónasson Roði frá Garði 7,47
Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk 7,33

B - úrslit

Lilja Pálmadóttir Mói frá Hjaltastöðum 7,33
Anna Kristín Friðriksdóttir Glaður frá Grund 7,0
Líney María Hjálmarsdóttir Völsungur frá Húsavík 6,90
Elvar Einarsson Gjöf frá Sjávarborg 6,67
Baldvin Ari Guðlaugsson Lipurtá frá Hóli 6,03

FORKEPPNI

Valdimar Bergsstað/Hrímnir Hugleikur frá Galtanesi - 7,43
Hanna Rún Ingibergsdóttir/ Íbess-Gæðingur Nótt frá Sörlatungu - 7,20
Þórarinn Eymundsson/ Hrímnir Taktur frá Varmalæk - 7,17
Bjarni Jónasson/ Hofstorfan-66°norður Roði frá Garði - 7,13
Lilja Pálmadóttir/ Hofstorfan-66°norður Mói frá Hjaltastöðum - 7,03
 Anna Kristín Friðriksdóttir/ Íbess-Gæðingur Glaður frá Grund - 6,97
Elvar E Einarsson/ Hofstorfan-66°norður Gjöf frá Sjávarborg - 6,67
Baldvin Ari Guðlaugsson/ Efri-Rauðalækur-Lífland Lipurtá frá Hóli - 6,63
 Líney M. Hjálmarsdóttir/Hrímnir Völsungur frá Húsavík - 6,60
Fanney Dögg Indriðadóttir/ Top Reiter Brúney frá Grafarkoti - 6,57
Mette Mannseth /Draupnir-Þúfur Verdí frá Torfunesi - 6,47
Teitur Árnason/ Top Reiter Kúnst frá Ytri-Skógum - 6,43
Guðmundur K Tryggvason/ Efri-Rauðalækur-Lífland Rósalín frá E-Rauðalæk - 6,33
Barbara Wenzl/Draupnir-Þúfur Hrafnfinnur frá Sörlatungu - 6,30
Þorsteinn Björnsson /Draupnir-Þúfur Króna frá Hólum - 6,03
Agnar Þór Magnússon/ Efri-Rauðalækur-Lífland Saga frá Skriðu - 5,83
Jóhann B. Magnússon/ Íbess-Gæðingur Mynd frá Bessastöðum - 5,10
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir/ Top Reiter Óði-Blesi frá Lundi - 0