miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvöfaldur Norðalandameistari

23. september 2013 kl. 09:00

Enn af vekringum frá Vindási

Við höfðum áður skrifað um afkvæmi hennar Stjörnu frá Vindási en þau hafa flest reynst miklir vekringar. Nú á Gæðingamóti Norðurlanda 2013 sem haldið var í Noregi varð Gáski frá Vindási tvöfaldur Norðurlandameistari bæði í 250m skeiði og 100m flugskeiði.  Gáski er úr ræktun þeirra Ingibjargar og Kára í Vindási undan Gára frá Auðholtshjáleigu og Stjörnu frá Vindási. Gáski keppti fyrir Noreg, knapi var eigandinn Veronica Våland. Þá varð bróðir hans  úr sömu ræktun, Eitill frá Vindási þriðji í 100m skeiðinu. Hann er líka undan Stjörnu frá Vindási en faðir hans er Nökkvi frá Vestra-Geldingarholti. Hann keppti einnig fyrir Noreg, knapi Thomas Larsen.