mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvöfaldir sigurvegarar

8. nóvember 2015 kl. 14:00

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum

Bergur og Olil tvöfaldir sigurvegarar ræktunarbúa.

Ketilstaðir/Syðri-Gegnishólar hlutu bæði verðlaun RML sem Ræktunarbú ársins og verðlaun LH sem Ræktunarbú keppnishesta árið 2015. Er þetta í fyrsta skipti sem sama hrossaræktunarbúið hlýtur báða titla sama árið.

Það eru þau Bergur Jónsson og Olil Amble og fjölskylda sem standa að hrossaræktuninni að Syðri-Gegnishólum/Ketilsstöðum. 

Frá þeim komu 14 hross til kynbótadóms í vor/sumar og var meðal aðaleinkunn hrossanna 8,05 og meðalaldur þeirra 4.86 vetra. Átta af þeim hrossum sem sýnd voru eiga einnig foreldra sem ræktuð eru af Olil og Berg, svo það má segja að ræktunin nái langt aftur í ættir.

Tveir stóðhestar frá búinu náðu lágmörkum til að hljóta 1. verðlaun fyrir afkvæmi, en það eru þeir Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum og Natan frá Ketilsstöðum. 

Á keppnisvængnum voru það bræðurnir Ljóni og Hlébarði frá Ketilsstöðum sem voru áberandi í sumar, en þeir báðir kepptu á heimsmeistaramóti og voru báðir í B-úrslitum í fimmgangi. Einnig var systir þeirra sammæðra, Katla frá Ketilsstöðum áberandi hér heima í tölti, fjórgangi og B-flokk.Frami frá Ketilsstöðum og knapi hans Elin Holst hlutu silfrið í bæði slaktaumatölti og fjórgangi á Íslandsmóti  og Álffinnur gerði það gott í fimmgangi.