laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvö stórmót hestamanna um verslunarmannahelgina

Jens Einarsson
28. júlí 2010 kl. 11:05

Á Hellu og í Skagafirði

Hestamennskan er að vakna úr dróma. Földi hestamóta er auglýstur á næstu vikum. Tvö stór mót verða haldin um verslunarmannahelgina, á Vindheimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflötum við Hellu. Kynbótasýningar eru haldnar á báðum stöðum, auk þess sem keppt er í hefðbundunum greinum gæðingakeppni og í tölti.

Allgóð skráning er á Stórmót Geysis á Gaddstaðaflötum. 224 kynbótahross eru skráð til leiks og 231 skráning er í gæðingakeppni, tölt og kappreiðar. Mest er skráning í B flokk gæðinga, 53 keppendur, og í tölt, 46 keppendur. 60 keppendur eru skráðir í barna- unglinga- og ungmennaflokka.

Selt er inn á stórmótin á Gaddstaðaflötum og Vindheimamelum. Innifalið í verðinu eru dansleikir og aðstaða á tjaldsvæði, auk skemmtunarinnar við að horfa á hrossin!