þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvö laus liðpláss

11. júlí 2016 kl. 11:05

Tilkynning frá stjórn Vesturlandsdeildarinnar í Hestaíþróttum.

Vesturlandsdeilin í Hestaíþróttum auglýsir laus til umsóknar tvö laus liðspláss í deildinni á komandi tímabili, veturinn 2017.

Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni í hestaíþróttum en 24 knapar mynda sex, fjögurra manna lið sem etja kappi í 6 greinum hestaíþrótta á 5 kvöldum í febrúar og mars.

Hvert lið sendir 3 keppendur til leiks í hverja grein og telja allir til stiga í liðakeppninni en 10 efstu hljóta stig í einstaklingskeppninni.

Keppnisgreinar á komandi tímabili verða sem hér segir:
Fjórgangur
Fimmgangur
Tölt
Slaktaumatölt
Gæðingafimi
Flugskeið

Eins og fyrr segir standa liðin saman af 4 keppendum sem allir skulu búsettir og/eða starfandi á Vesturlandi og hafi náð 18 ára aldri (árið telur).

Umsóknir berist á netfangið vesturlandsdeild@gmail.com í síðasta lagi 31.júlí 2016.

Með umsókninni þurfa að fylgja upplýsingar um 3 liðsmenn og tilgreina skal einn þeirra sem liðsstjóra. Frestur til að skila inn fjórða liðsmanni og þar með fullskipuðu liði er 1.nóvember 2016.

Sækjist fleiri en 2 lið eftir plássum í deildinni verður haldin úrtaka um lausu sætin á haustmánuðum.

Stjórn Vesturlandsdeildarinnar