laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tveir stofnar á öndverðum meiði

4. apríl 2015 kl. 12:00

Það er bændunum á Sæbóli hjartans mál að viðhalda gömlum stofnum. Ástmundur er hér með unga hryssu, hreinræktaðan Hindisvíking og Hanný heldur í Hornfirðing.

Ólgandi kraftur í Hindisvíkingum og Hornfirðingum.

Þau Ástmundur Norland, betur þekktur sem Tobbi í Hindisvík, og kona hans, Hanný Norland Heiler, standa að ræktun- á tveimur fornum hrossastofnum, Hindisvíkingum og Hornfirðingum. Þeirra hugsjón er að viðhalda þessum- ættlínum og þeirra sérkennum.  

Viðtal við Hanný og Tobba má nálgast í 3. tbl. Eiðfaxa. Hér er brot úr greininni:

Hanný og Tobbi búa á Sæbóli við Hvammstanga og telur hrossastofninn þeirra um 40 hross þar sem 4-6 folöld á ári fæðast inn í ræktunina. Bróðurpartur hrossanna er á jörðinni Hindisvík, sem þau eiga hlut í. Hanný kom sem tamningamaður í Hornafjörðinn 1987, fyrst í Árnanes. Þá voru enn til margir hornfirskir gæðingar sem hún kynntist af eigin raun. Hanný starfaði við tamningar í Hornafirði í 26 ár, eða til ársins 2013. Tobbi hefur unnið við tamningar, járningar, kennslu og hestaferðir alla tíð. Einnig byggði hann, ásamt föður sínum, og rak hestamiðstöðina Hindisvík í Mosfellsbæ sem er ein af fyrstu reiðhöllum landsins. Hornfirðingarnir eiga hug og hjarta Hannýar en Hindisvíkingarnir höfða meira til Tobba. Þessir tveir stofnar eru nokkuð frábrugðnir bæði í útliti og upplagi.

„Við erum ekkert að stefna að því að dreifa þessum hrossum út um allt. Við erum bara að gera þetta fyrir okkur. Við erum nátengd þessum stofnum og þekkjum hrossin mjög vel. Í hrossaræktinni á Íslandi er nánast engin áhersla lengur lögð á gömlu stofnana. Okkur er það hjartans mál að viðhalda þessum tveimur gömlu línum,“ segir Hanný.

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is