fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tveir nýjir á topplistanum

odinn@eidfaxi.is
28. október 2014 kl. 08:40

Sjóður frá Kirkjubæ, knapi Guðmundur Björgvinsson. Mynd/Berglind

Rýnt í lista yfir bestu stóðhesta landsins.

Það kemur fáum á óvart að Spuni frá Vesturkoti er hæstur í kynbótamati stóðhesta á Íslandi, en þegar listinn yfir 10 hæstu stóðhesta er skoðaður kemur í ljós að gæðingurinn Konsert frá Hofi er kominn í þriðja sætið.

Arion er í öðru sæti og sigurvegari 5 vetra flokksins á LM2014 Ölnir frá Akranesi er í áttunda sæti.

Af öðrum nýjum hestum á topp 10 er Kvistssonurinn Sproti frá Innri-Skeljabrekku sem var þriðji í 4 vetra flokki stóðhesta á LM2014. En faðir hans er hæstur hesta með lágmörk til 1.verðlauna fyrir afkvæmi með 127 stig.

Þegar mæður þessara hesta eru skoðaðar þá kemur í ljós að allar þeirra eru hátt dæmdar 1.verðlauna hryssur og  þrjár þeirra hafa hlotið heiðursverðlaun, þær Þoka frá Hólum, Gígja frá Auðsholtshjáleigu og Álfadís frá Selfossi.

Hér er listi yfir hæstu stóðhesta í kynbótamati á Íslandi:

IS2006187114 Spuni frá Vesturkoti          135

IS2007186189 Arion frá Eystra-Fróðholti               129

IS2010156107 Konsert frá Hofi   129

IS2009101167 Þórálfur frá Prestsbæ       129

IS2007187017 Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu       128

IS2010135610 Sproti frá Innri-Skeljabrekku         128

IS2003156956 Kvistur frá Skagaströnd    127

IS2009135006 Ölnir frá Akranesi               127

IS2007187660 Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum  127

IS2007186104 Sjóður frá Kirkjubæ           127