sunnudagur, 13. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tveir efnilegir - video

8. júní 2011 kl. 16:07

Tveir efnilegir - video

Eiðfaxi tók nokkur myndskeið á yfilitssýningu Héraðssýningar á Sörlastöðum í lok maí.

Í flokki 6 vetra stóðhesta hlaut Konsert frá Korpu hæstu aðaleinkunn, 8,52, þar af einkunnina 8,64 fyrir hæfileika og 8,33 fyrir sköpulag. Einkunnina 9 fékk Konsert fyrir bak og lend, vilja og geðslag, fegurð í reið og skeið. Konsert er Sæssonur undan Gáskadótturinni Hátíð frá Hellu og sat Daníel Jónsson þennan unga gæðing á Héraðssýningunni.

Annar í flokki 6 vetra stóðhesta var Hringur frá Skarði sem hin unga og knáa Hekla Katharina Kristinsdóttir sat, en Hringur er einmitt úr ræktun foreldra hennar í Árbæjarhjáleigu. Hringur, sem er undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum og Keilisdótturinni Móu frá Skarði, hlaut í aðaleinkunn 8,48, þar af 8,53 fyrir hæfileika og 8,41 fyrir sköpulag.  Einkunnina 9 fékk Hringur fyrir bak og lend, hófa, vilja og geðslag og skeið. Á heimasíðu Árbæjarhjáleigu kemur fram að þessi geðgóði hæfileikahestur sé falur.

Meðfylgjandi eru myndskeið af þeim Konsert og Hring.