miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvær tíur

1. júlí 2016 kl. 13:50

Ljósvaki frá Valstrýtu hlaut 10,0 fyrir tölt og stökk.

Ekki gerst í 24 ár

Ljósvaki frá Valstrýtu hefur vakið mikla athygli hér á Landsmóti hestamanna. Hann var rétt í þessu að ljúka sýningu sinni á yfirliti í flokki 6 vetra stóðhesta. Hann hækkaði töluvert en hann nældi sér m.a. í 10 fyrir stökk og tölt. 

24 ár eru síðan einkunnin 10 fyrir stökk hefur verið gefin en það var Hylling frá Nýjabæ sem fékk 10 fyrir stökk á Vindheimamelum árið 1982. Einungis hafa þrjú hross hlotið þess einkunn, Ljósvaki, Hylling og Nös frá Urriðavatni en Nös fékk 10 fyrir stökk árið 1977. 

Það var Árni Björn Pálsson sem sýndi Ljósvaka en hann hlaut fyrir hæfileika 8,75 sem er sjötta hæsta hæfileika einkunn sem klárhestur hefur hlotið. Hér fyrir neðan er hægt að sjá dóm Ljósvaka.

Aðaleinkunn: 8,54

Kostir: 8,75

Tölt: 10,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   4) Mikið framgrip   5) Skrefmikið   6) Mjúkt   

Brokk: 8,5
   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta   

Skeið: 5,0

Stökk: 10,0
   1) Ferðmikið   2) Teygjugott   3) Svifmikið   4) Hátt   5) Takthreint   

Vilji og geðslag: 9,5
   2) Ásækni   4) Þjálni   5) Vakandi   

Fegurð í reið: 9,5
   1) Mikið fas   2) Mikil reising   4) Mikill fótaburður   

Fet: 9,0
   1) Taktgott   3) Skrefmikið   

Hægt tölt: 9,0

Hægt stökk: 9,0

 

Sköpulag: 8,22

Höfuð: 9,0
   1) Frítt   7) Vel borin eyru   

Háls/herðar/bógar: 8,5
   2) Langur   8) Klipin kverk   

Bak og lend: 8,5
   3) Vöðvafyllt bak   6) Jöfn lend   8) Góð baklína   

Samræmi: 9,0
   2) Léttbyggt   4) Fótahátt   5) Sívalvaxið   

Fótagerð: 7,5
   6) Þurrir fætur   G) Lítil sinaskil   

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: C) Nágengir   

Hófar: 7,5

Prúðleiki: 7,5