miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvær sýndar í fullnaðardóm

22. desember 2014 kl. 22:00

Garún frá Eystra-Fróðholti, knapi Daníel Jónsson

Ein í verðlaunasæti á Landsmóti.

Blaðamaður var að glugga í gamlar fréttir frá Eiðfaxa og rakst á frétt þar sem tekin voru saman hross á tamningaaldri sem voru hæst í kynbótamati. Þegar skoðaður er þessi listi er hægt að sjá að af 10 efstu hryssunum í kynbótamati fóru tvær í fullnaðardóm í ár.

Völva frá Hólum var þá efsta á lista yfir kynbótamatið en hún var sýnd í sumar af Sigvalda Guðmundssyni. Völva er undan Vilmundi frá Feti og Þrift frá Hólum og hlaut 8.40 í aðaleinkunn. Hún hlaut m.a. 9.0 fyrir fegurð í reið.

Garún frá Eystra-Fróðholti var númer átta í röðinni en hún var með 123 í BLUPi. Garún er undan Glímu frá Bakkakoti sem er systir þeirra Arions og Spáar frá Eystra-Fróðholti. Garún hlaut 8.32 í aðaleinkunn en hún hlaut m.a. 9.0 fyrir vilja og geðslag.

Báðar þessar hryssur voru sýndar í flokki 5 vetra hryssa á Landsmótinu og endaði Garún í áttunda sæti.

Efstu hryssurnar í kynbótamati á tamningaaldri haustið 2012

IS2009258300 Völva frá Hólum 126 
IS2009258310 Tíska frá Hólum 125 
IS2009287018 Arndís frá Auðsholtshjáleigu  124 
IS2009284066 Ösp frá Efri-Rotum 124
IS2009266585 Hlýja frá Kolgerði 124
IS2009287015 Dagrún frá Auðsholtshjáleigu 123
IS2009286178 Garún frá Eystra-Fróðholti 123 
IS2009288811 Dagsbrún frá Þóroddsstöðum 122
IS2009287936 Líf frá Votumýri 2 122
IS2009287641 Dáð frá Laugarbökkum 122