þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvær sem eiga mikið inni - video

10. júní 2011 kl. 11:05

Tvær sem eiga mikið inni - video

Meðfylgjandi eru myndskeið af tveimur spennandi 5 vetra gömlum Gáradætrum sem náð hafa einkunnarlágmörkum fyrir Landsmót .

Ljósmynd frá Stekkholti er undan Gára og Ímynd frá Reykjavík sem er undan Hrynjanda frá Hrepphólum og Venus frá Skarði. Ímynd var sýnd á Landmótinu á Vindheimamelum árið 2002 og hlaut þá 8,28 í aðaleinkunn, 8,02 fyrir sköpulag og 8,45 fyrir hæfileika. Ljósmynd hefur verið sýnd á tveimur Héraðssýningum og hlaut hún hærri dóm á Vorsýningunni á Selfossi í maí sl., 8,05 í aðaleinkunn. Fékk hún þá 8,29 fyrir sköpulag og 7,89 fyrir hæfileika, þar af einkunnina 9 fyrir fótagerð og einkunnina 8,5 fyrir háls,herðar og bóga, bak og lend, hófa, prúðleika, fet, hægt tölt og tölt. Sýnandi Ljósmyndar var Artemisia Bertus.

Alda frá Auðsholtshjáleigu kemur úr ræktun Gunnars og Kristbjargar á Grænhóli og er undan Fold frá Auðsholtshjáleigu sem sýnd var á Landsmóti 2004 og hlaut þá 8,37 í aðaleinkunn, þar af 8,52 fyrir hæfileika. Á Héraðssýningunni á Sörlastöðum hlaut Alda 7,96 fyrir sköpulag og 8,15 fyrir hæfileika, þar af einkunnina 8,5 fyrir bak og lend, hófa, fegurð í reið, vilja og geðslag, stökk, brokk og tölt. Sýnandi Öldu var Bylgja Gauksdóttir.

 
IS2006282220 Ljósmynd frá Stekkholti
Örmerki: 352206000059489
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson
Eigandi: Gestüt Sunnaholt GmbH
F.: IS1998187054 Gári frá Auðsholtshjáleigu
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu
Fm.: IS1987288802 Limra frá Laugarvatni
M.: IS1996225201 Ímynd frá Reykjavík
Mf.: IS1990188176 Hrynjandi frá Hrepphólum
Mm.: IS1985286058 Venus frá Skarði
FORSKOÐUNARDÓMUR
Vorsýning á Selfossi
Mál (cm): 141 - 138 - 62 - 142 - 27,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 9,2 - V.a.: 8,1
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 9,0 - 7,0 - 8,5 - 8,5 = 8,29
Hæfileikar: 8,5 - 7,5 - 7,0 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 = 7,89
Aðaleinkunn: 8,05      Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Artemisia Constance Bertus
 
IS2006287013 Alda frá Auðsholtshjáleigu
Örmerki: 352098100012155
Litur: 7500 Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt
Ræktandi: Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir
Eigandi: Gunnar Arnarson ehf.
F.: IS1998187054 Gári frá Auðsholtshjáleigu
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu
Fm.: IS1987288802 Limra frá Laugarvatni
M.: IS1999287053 Fold frá Auðsholtshjáleigu
Mf.: IS1992156455 Skorri frá Blönduósi
Mm.: IS1988287035 Fjöður frá Ingólfshvoli
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning Sörlastöðum
Mál (cm): 136 - 135 - 60 - 136 - 26,5 - 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,6 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 7,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,0 - 8,5 - 8,0 = 7,96
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 7,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,0 = 8,15
Aðaleinkunn: 8,08      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Bylgja Gauksdóttir