mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvær kommur skildu að

2. júlí 2016 kl. 11:12

Hafþór Hreiðar og Villimey

Hafþór Hreiðar og Villimey unnu unglingaflokkinn

,,Frábært, alveg meiriháttar," sagði Hafþór Hreiðar þegar blaðamaður hitti hann eftir úrslitin, ,,Merin var frekar viljug en þetta hafðist og sigurinn mjög óvæntur." Fjölskylda Hafþórs var komin til að fagna honum og voru að vonum mjög ánægð þó stressið hefði verið mikið á meðan úrslitunum stóð. Eiðfaxi óskar Hafþór innilega til hamingju með sigurinn.

Heildarniðurstöður:

1. Hafþór Hreiðar Birgisson og Villimey frá Hafnarfirði 8,82

2. Hákon Dan Ólafsson og Gormur frá Garðakoti 8,81

3. Þóra Birna Ingvarsdóttir og Þórir frá Hólum 8,72

4. Annika Rut Arnarsdóttir og Spes frá Herríðarhóli 8,66

5. Egill Már Þórsson og Saga frá Skriðu 8,65

6. Arnar Máni Sigurjónsson og Hlekkur frá Bjarnanesi 8,52

7. Thelma Dögg Tómasdóttir og Taktur frá Torfunesi 8,47

8. Kristín Ellý Sigmarsdóttir og Perla frá Höskuldsstöðum 8,18