föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný lög banna tunguboga

17. október 2014 kl. 14:38

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.

Ráðherra skrifar undir reglugerð sem brátt tekur gildi.

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir ávarpaði þingfulltrúa í upphafi Landsþings fyrr í dag.

Tilkynnti hún þar að ráðherra hafi skrifað undir nýja reglugerð um velferð hross, sem nú eru í birtingaferli. Samkvæmt reglugerðinni verður óheimilt að nota stangarmél með tunguboga í hvers konar keppnum og sýningum.

Síðar í dag mun Sigríður Björnsdóttir dýralæknir kynna niðurstöður heilbrigðisskoðana í sumar.