föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tungubogamél, krókamúlar, rennitaumamél og skáreim

19. mars 2015 kl. 12:52

Íslensk stangarmél með tunguboga þar sem boginn er hærri en 0,5cm eru bönnuð.

Listi yfir útbúnað sem bannaður er á hestamótum.

Íþróttanefnd FEIF, alþjóðasamtök landssamtaka um íslenska hestinn hafa gefið út lista yfir útbúnað sem bannaður er á hestamótum samkvæmt FIPO reglum 2.2.2.2 og FIPO 2.3.9.

Bönnuð mél og/eða beislabúnaður er búnaður sem greinilega er hannaður með annað í huga en reið á íslenskum hestum, eins og til dæmis mél fyrir akstur eða mél sem eru hluti af reiðbúnaði hönnuðum fyrir aðra reiðmenningu eða eru notuð á annan hátt en þau er hönnuð til.  Einungis má nota tauma sem fara beint úr hönd reiðmannsins á viðeigandi stað á mélum eða mélalausum beislisbúnaði.

Þær skeifur, hringir eða botnar sem greinilega eru ekki framleiddir í þeim tilgangi að notast fyrir reiðhesta eru bannaðir. Þessar reglur gilda um íþrótta og gæðingakeppni, sem og Youth Cup. Í kynbótasýningum gilda aðrar reglur. Til viðbótar þessum almennu reglum heldur Sportnefnd úti eftirfarandi lista yfir útbúnað sem ekki er leyfður af ýmsum ástæðum.

Beisli og beislabúnaður:

Íslensk stangarmél með tunguboga þar sem boginn er hærri en 0,5cm, sjá ör á mynd. 

Rannsóknir á Íslandi hafa sýnt að þau valda meiðslum á tannlausa bilinu í munni hesta.

„Kineton“ múll - krókamúll

Þessi múll sameinar virkni mélalauss búnaðar (Hackamore) með mélum og er hugsaður til þjálfunar.  Hann hentar ekki til notkunar í keppni.

Skáreim með enskum múl og mexíkanskur múll ásamt öllum mélum  með keðju.

Skáreimin og mexíkanskur múll passa illa með flestum þessara méla og í gerir þennan útbúnað í sumum tilfellum mjög harðan. 

ÍSLENSK SÉRREGLA:  Skáreim er leyfð á Íslandi í gæðingakeppni og íþróttamótum sem ekki eru Worldranking.


 Þýskur múll, nasamúll og spangarmúll með öllum mélum með keðju.

Þessi mél skulu notast með öðrum múlum þar sem þetta passar ekki vel saman og lítur illa út.  Efri partur keðju getur auðveldlega fests í múlnum.  Virkni keðjunnar truflast af ólum múlsins.

Skáreim með enskum múl og mexíkanskur múll ásamt öllum mélum með stöngum og/eða vogarafli.

Skáreimin og mexíkanskur múll passa illa með flestum þessara méla og í gerir þennan útbúnað í sumum tilfellum mjög harðan.

ÍSLENSK SÉRREGLA:  Skáreim er leyfð á Íslandi í gæðingakeppni og íþróttamótum sem ekki eru Worldranking.Þýskur múll, nasamúll og spangarmúll með öllum mélum með stöngum og/eða vogarafli.

Þessi mél skulu notast með öðrum múlum þar sem þetta passar ekki vel saman og lítur illa út.  Keðjan og neðri ól múlsins geta legið svo þétt að húðin getur auðveldlega klemmst.  Virkni stanganna truflast af staðsetningu múlsins.

Venjulegur beislabúnaður með mélum notaður ásamt mélalausum beislabúnaði.

Þetta fellur ekki undir tilgang mélalausa beislabúnaðarins.

Rennitaumamél (mél sem geta hreyfst upp og niður eftir kinnól beislis)

Þessi mél eru eingöngu ætluð til leiðréttingar og/eða þjálfunar og eru ekki ætluð til sýninga á hestum.

Perúönsk mél (og önnur mél sérstaklega hönnuð fyrir aðra reiðmennsku)

Þessi mél henta ekki íslenskri reiðmennsku né reiðhefð. 

Samsett Myler mél með stuttum eða löngum kjálkum (og sambærileg mél frá öðrum framleiðendum).

Þessi tegund méla sameinar mélalausa tækni (hackamore) og mél og eru hönnuð sem þjálfunarmél. 

Skeifur, hringir, botnar:

Hringur má einungis hafa eina tengingu, ekki breiðari en 23,0 mm sem tengir aðra hliðina við hina.  Hringur telst vera botn ef það er annars konar tenging á milli hliða hans.

Þetta á einnig við þegar tengingin er úr ofnu efni.  Styrkingar til að halda hringnum á sínum stað undir skeifunni eru leyfðar.

Ef fylling er í hófnum, með eða án botns er einungis leyfilegt að hafa skeifu að hámarki 8,0 mm þykka.

Um leið og eitthvert efni er innan hófsins (þar með talin skeifan) á reglan um botna við, jafnvel þótt enginn botn sé notaður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sportnefnd FEIF en meiri upplýsingar og myndir má finna á vefsíðu FEIF www.feif.org – sport – FIPO