þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vindóttum gæðingum fjölgar

Odinn@eidfaxi.is
2. mars 2014 kl. 11:14

Þyrla frá Eyri, knapi Tryggvi Björnsson.

Litaræktun færist fram.

Það var lengi vel viðloðandi vindótta litinn að gæðingskostir virtust illa saman við hross af þessum lit.

Á seinni ár hafa æ fleiri gæðahross komið fram í þessum eftirsótta lit en fremst í þessum flokki eru afkvæmi gæðingsins Glyms frá Innri-Skeljabrekku. Glymur var seldur til Belgíu en féll frá eftir stutta veru þar. Hann skildi eftir sig talsverðan afkvæmahóp hér heima en eitt af glæsilegum fulltrúum hans er gæðingurinn Þyrla frá Eyri sem sigraði A flokkinn á Svínavatni í gær. Þetta er þriðja skiptið í röð sem Tryggvi Björnsson vinnur þessa grein þar, en áður reið hann Blæ frá Miðsitju.

Úrslit A-flokksins
Tryggvi Björnsson Þyrla frá Eyri 8,74
Ísólfur Líndal Gandálfur frá Selfossi 8,57
Elsa Hreggviðsdóttir Mandal Ársól frá Bakkakoti 8,51
Líney María Hjálmarsdóttir Kunningi frá Varmalæk 8,49
Logi Þór Laxdal Vörður frá Árbæ8,40
Jakob Sigurðarson Ægir frá Efri-Hrepp 8,39
Elvar Einarsson Mánadís frá Akureyri 8,30
Gunnar Arnarson Hreggviður frá Auðholtshjáleigu 8,29