fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Trukkarnir leika fyrir dansi

29. október 2014 kl. 15:00

Tryggvi Björnsson og Karmen frá Grafarkoti

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og hestamannafélagsins Þyts.

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og hestamannafélagsins Þyts verður haldin laugardagskvöldið 1.nóvember í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman. Skemmtunin hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30. Þórhallur Sverrisson sér um matinn og á boðstólnum verður:

  • Smáréttahlaðborð:
    Naut-tariki-sesam, fígja-hráskinka-Salvía, rifin heil önd í pönnuköku, pullpork í kleinuhring, mini hamborgarar, laxatartar með mango avakado, birkireyktur lax á blákartöflu, rækjur í rugli, foie gras með koniaks döðlum, bacon-döðlur, fannel og koriander grafinn lax, bláskel í humarsoði, piri piri kjúklingur með chilli, creola kjúklingur með jalapeno, ostar, blini og caviar, alvöru pepperoni og ítalskt smábrauð
  • Sushi Maki:
    Krabbi, Lax, Rækja
  • Heitur matur:
    Súrsætur kjúklingur, djúpsteiktur laukur í chilli, buffalo kjúklingur, rækjubollur í mangó og kjúklingur í satay

Veislustjórn verður í höndum Andreu.

Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 29.október, athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6.800 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Trukkunum, sem hefst kl 00:00, þá kostar það 3000 kr. Enginn posi á staðnum og ekki selt gos!

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.

Grafarkot
Lækjamót
Syðri-Reykir

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa skemmtun.