sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Treystir Sendingu fyrir hverjum sem er

23. júní 2015 kl. 18:00

Helga Una Björnsdóttir og Sending frá Þorlákshöfn.

Viðtal við hina ungu og efnilegu tamningakonu Helgu Unu Björnsdóttur.

Frá Syðri-Reykjum í Miðfirði kemur einn fremsti knapi okkar íslendinga í dag, Helga Una Björnsdóttir. Helga Una hefur á undan förnum árum stimplað sig rækilega inn í hestamennskunni og nú síðast þegar hún sýndi í hæstu einkunn sem klárhross hefur hlotið í kynbótadómi.

Helga Una er í viðtali í 6. tbl. Eiðfaxa sem kemur út í lok vikunnar. Hér er brot úr viðtalinu:

“Sending er allra, þú getur sett hvern sem er á bak henni og hún er alltaf góð. Allar gangtegundir eru góðar, hún er ofboðslega þjál og þægileg og geðslagið alveg upp á 10. Ég myndi treysta henni fyrir hverjum sem er.” segir Helga Una og bætir við að hún sé hrossið sem allir eru að leyta eftir. “Hún hefur stærðina, útlitið og allt. Ef ég ætti að setja eitthvað út á hana þá mætti hún vera með aðeins meira fax.”

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.