mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Trec kynning

5. september 2013 kl. 09:00

Trec

Keppt var í TREC á Metamóti Spretts

Á gamla keppnisvellinum á Kjóavöllum var keppt í svokölluðu Trec á sunnudagsmorgni Metamóts. Trec er alþjóðleg keppni á hestum þar sem reynir á samspil knapa og hests, traust og færni.

Trec er upprunnið í Frakklandi og stendur nafnið fyrir "Techniques de Rondonee Equestre de Competition". Keppendur ríða fyrirfram ákveðna þrautabraut þar sem þeir þurfa að leysa ýmiskonar verkefni. Til dæmis ríða yfir vegasalt, yfir hindranir, teyma hestinn í gegnum hestakerru o.fl. Gefin eru stig fyrir hversu vel verkefnin eru leyst. Knapi hefur einungis þrjár tilraunir við hverja þraut og refsistig eru gefin ef hestur sýnir mótþróa eða hikar.

Ekki er tekinn tími en eftir því sem verkefnið er leyst á hraðari gangtegundum gefur það fleiri stig. Keppni í Trec er frábær nýung á Íslandi. Allir geta tekið þátt og haft gaman af.

Í þessari kynningarkeppni sem fram fór á sunnudag urðu úrslitin þessi:

1. Ragnheiður Þorvaldsdóttir á Hrafnagaldri frá Hvítárholti með 124 stig
2. Jóhann Ragnarsson á Hugljúf frá Lækjarbotnum með 111,5 stig
3. Súsanna Katarína Guðmundsdóttir á Sprota frá Múla með 105,5 stig
4. Súsanna Sand Ólafsdóttir á Óttari frá Hvítárholti með 105,5 stig
5. Guðrún Elín Jóhannsdóttir á (vantar upplýsingar) með 104,5 stig
6. Karen Sigfúsdóttir á Vegu frá Rauðsgili með 96 stig
7. Kristinn Jóhannsson á (vantar upplýsingar) 77,5 stig