mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Torfunes valið ræktunarbú ársins

25. nóvember 2013 kl. 10:02

Baldvin í Torfunesi tekur við ræktunarverðlaunum 2013

á svæði Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga.

Á haustfundi HEÞ voru veittar að venju viðurkenningar fyrir ræktunarbú og hæst dæmdu hross félagsmanna 2013.
5 ræktunarbú voru verðlaunuð fyrir góðan árangur 2013, Sámsstaðir,Sauðanes, Torfunes, Akureyri ( Björgvin og Helena) og Litli Dalur.
Af þessum 5 búum var svo Torfunes   valið Ræktunarbú ársins á svæði samtakanna. 8 hross frá búinu komu fyrir dóm á árinu og var meðalaldur þeirra 5,5 ár og meðaleinkunn 8,10.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir hæst dæmdu hross ársins í öllum flokkum, Óvenju mörg hross af svæðinu hlutu háar einkunnir í sumar og ber þar hæst stóðhestinn Gangster frá Árgerði sem hlaut hæstu hæfileikaeinkunn allra sýndra kynbótahrossa ársins 8,94
Það má með sanni segja að vel hafi gengið hjá  Eyfirskum og Þingeyskum  hrossaræktendum á árinu því auk þess góða árangurs sem tíundaður var á haustfundinum  hlaut hrossaræktarbúið Efri Rauðalækur þann heiður nýverið að vera valið Keppnishestaræktunarbú Íslands 2013