sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Toppur að mæta í Eyjafjörðinn

18. júní 2015 kl. 11:15

Enn þá laus pláss undir gæðinginn.

Nú fer að styttast í að Toppur frá Auðsholtshjáleigu fari í hólf í Eyjafirði. 

Enn eru laus pláss hjá þessum glæsilega hesti og eru hryssueigendur hvattir til að nýta sér þetta tækifæri. Toppur hefur hlotið 8,49 fyrir sköpulag, 8,50 fyrir hæfileika og 8,49 í aðaleinkunn. Þar af hefur hann hlotið 9 fyrir höfuð, hás/herða/bóga, samræmi, tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt.

Verð með öllu er 149.000- kr.

Nánari upplýsingar veitir Einar í Brúnum í síma 863 1470.

Upplýsingar um fleiri hesta á svæði Hrossaræktarsamtaka Eyfiðringa og Þingeyinga eru birtar á vef samtakanna hryssa.is og aðstandendur hestanna eru hvattir til að senda okkur upplýsingar svo við getum sett þar fleiri upplýsingar.