mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Top Reiter /Ármót sigraði liðakeppnina

30. mars 2012 kl. 22:39

Top Reiter /Ármót sigraði liðakeppnina

Lið Top Reiter/Ármóta sigruðu liðakeppni Meistaradeildar eftir æsispennandi keppni við lið Hrímnis. Þeir Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Guðmundur Björgvinsson og Jakob Svavar Sigurðsson hömpuðu stærðar bikar nú undir lok móts og geta glaðir við unað enda voru þeir félagar oftar en ekki meðal efstu keppenda. Liðið var jafnfram kosið það skemmtilegasta af áhorfendum.

Niðurstöður liðakeppninnar:

  1. Top Reiter / Ármót  321 stig
  2. Hrímnir  319,5stig
  3. Lýsi  297,5 stig
  4. Árbakki / Norður- Götur 265,5 stig
  5. Ganghestar / Málning 261,5 stig
  6. Spónn.is 196,5
  7. Auðsholtshjáleiga 186