mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Top Reiter '365' kominn á markað

9. janúar 2010 kl. 22:21

Top Reiter 365. Mynd: www.isibless.de

Top Reiter '365' kominn á markað

Á síðasta ári fagnaði Top Reiter 25 ára afmæli sínu í Þýskalandi og nú í byrjun árs 2010, kynnir fyrirtækið nýjan hnakk: Top Reiter 365.

Herbert Ólason, eða Kóki eins og flestir þekkja manninn á bak við Top Reiter sagði um nafn hnakksins: "Við viljum fyrst og fremst tryggja að hnakkurinn sé þægilegur fyrir bæði hestinn og knapann, allt árið um kring."

"Allar okkar vörur eru prófaðar í langan tíma áður en þær koma á markað og þessi hnakkur var í rúmt ár í þróun og nú kynnum við hann með stolti. Þetta er frábær alhliða hnakkur, hvort sem er fyrir almennar útreiðar eða keppni.

Í samvinnu við hestafólk í Þýskalandi og á Íslandi, er nýr Top Reiter hnakkur orðinn að veruleika og "við erum mjög stolt að bæta honum í flóru okkar góðu hnakka og annarra reiðtygja."

Top Reiter 365 er með sama virki og aðrir hnakkar frá fyrirtækinu, hinu svokallaða SoftSwing virki. Hann er 45 cm langur og 6 kg að þyngd.

Sjá videó af kynningu Kóka hér fyrir neðan.

Mynd og videó eru frá samstarfsaðila Eiðfaxa í Þýskalandi. www.isibless.de