mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tónn seldur

24. janúar 2014 kl. 15:01

Reynir Örn mætti á Tóni frá Melkoti í Meistaradeildina í gær.

"Hann er mjög góður hestur og hefur verið farsæll keppnishestur"

Hrossaræktarbúið Margrétarhof hefur fest kaup á stóðhestinum Tóni frá Melkoti en Tónn hefur verið áberandi á keppnisbrautinni undanfarin ár. Tónn er undan Flygli frá Vestri-Leirárgörðum og Gerplu frá Fellsmúla. Tónn hefur verið áberandi í yngri flokkunum en hann og eigandi hans Kári Steinsson sigruðu m.a. Landsmót árið 2012 í Reykjavík. 

Tónn er með 8.08 í aðaleinkunn. Hann hefur hlotið 9.0 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag en hann er með 8.23 fyrir hæfileika. Tónn á 16 skráð afkvæmi og hefur eitt af þeim farið í dóm og hlotið fyrstu verðlaun eða 8.18, Vilborg frá Melkoti. 

Reynir Pálma er komin með Tón í þjálfun en hann vinnur fyrir þau í Margrétarhofi. Aðspurður segir Reynir að Tónn muni verða keppnishestur hjá Alexöndru Montan og stefnir hún á að fara með hann á Landsmót og jafnvel Norðurlandamót. Tónn mun á endanum síðan fara til Svíþjóðar.