miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Toni kveður Fet

6. júlí 2014 kl. 14:05

Fráfarandi bústjóri á Feti, Anton Páll Níelsson, kvaddi með stæl.

Afkvæmi Vilmundar báru föður sínum gott vitni.

Vilmundur frá Feti er Sleipnisbikarhafi árið 2014. Fjöldi afkvæma hans komu fram rétt í þessu. Vilmundur var hins vegar fjarri góðu gamni, að sinna hryssum.

Það var við hæfi að fráfarandi bústjóri hrossaræktarbúsins Fets, Anton Páll Níelsson, færi fyrir afkvæmahópnum. Eftir Landsmót mun Ólafur Andri Guðmundsson taka við bústjórastarfinu en Anton Páll og fjölskylda eru að flytja norður í Svarfaðadal.