mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tommamótið

6. september 2013 kl. 11:08

Skráning á þriðjudaginn

Tommamótið verður haldið 12 og 13 september á félagssvæði Fáks í Víðidal. Keppt verður í eftirtöldum greinum:
Fimmgangur
Fjórgangur
Tölt T3
Tölt T7 (fyrir byrjendur)
Tölt T4
100 m. skeið
Bjórtölt
Skráning fer fram þriðjudaginn 10 sept., á milli kl. 19.00 & 21.00 í Hestamiðstöðinni Víðidal. Einnig er hægt að senda póst á hestamidstodin@gmail.com
Mótið er haldið í minningu um Tómas heitinn Ragnarsson stórhestamann og er fyrst og fremst skemmtimót. Mótið verður með aðstöðu í Hestamiðstöðinni Víðdal sem verður með opið á meðan á mótinu stendur og verða selda veitingar þar. Mótið endar svo á laugardagskvöldið með heljarinnar grillveislu að hætti Tomma.