laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Töltmót Netparta og gæðingakeppni

29. maí 2014 kl. 09:35

Sleipnismaðurinn Einar Öder Magnússon á Þey frá Akranesi.

Á Selfossi 7-9.júní

Gæðingakeppni og töltmót verður haldið á Brávöllum á Selfossi um Hvítasunnuhelgina 7.-9. júní næstkomandi. Gæðingakeppnin verður einnig úrtaka fyrir Sleipni, Ljúf og Háfeta og verður keppt í A flokki, B flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Einn keppandi verður inná velli í einu. Í úrtökunni verða farnar tvær umferðir og eiga keppendur þess kost að skrá sig í seinni umferð klukkutíma eftir að fyrri umferð líkur.  Í töltkeppninni eru peningaverðlaun kr. 50.000. fyrir fyrsta sætið en þarna fer hver að verða síðastur að ná sér í stig til að taka þátt í tölti á Landsmóti.

Skráning er hafin á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=ad  og lokar mánudaginn 2. Júní.

Drög að dagskrá:

Laugadagur 7. júní: Fyrri umferð í gæðingakeppni, yngri flokkum og forkeppni í tölti

Sunnudagur 8. júní: Seinni umferð í gæðingakeppni og yngri flokkum

Mánudagur 9. júní (annar í Hvítasunnu): Úrslit í öllum greinum

Dagskrá gæti breyst og verður birt endanleg að skráningu lokinni.

Mótanefnd Sleipnis