laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Töltmót á Hvanneyri

17. mars 2015 kl. 14:30

Lógó hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri

Hestmannafélagið Grani stendur fyrir móti á Mið-Fossum

Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri stendur fyrir töltmóti á Mið-Fossum þann 19. mars. Mótið hefst kl. 19 og keppt verður í töltgreininni T3.

"Tveir inná í einu, hægt tölt hraðabreytingar og greitt tölt.

Skráning fyrir miðnætti miðvikudaginn 18.mars á grani@lbhi.is.

Fram þarf að koma
- Nafn hests og knapa
- Litur
- Uppá hvora hönd skal riðið
- í hvaða flokki skal keppa (1.flokkur fyrir vant keppnisfólk eða 2.flokkur fyrir minna vant keppnisfólk)

Skráningargjald 1000 kr

þeir sem vilja fá stíu eru beðnir um að láta Sigvalda Lárus Guðmundsson vita í númerið 847 0809 fyrir klukkan 13 á fimmtudaginn 19.mars svo stíurnar verði tilbúnar þegar þið komið," segir í tilkynningu frá stjórn Grana.