mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Töltmeistari framtíðarinnar?-

9. júlí 2012 kl. 16:32

Töltmeistari framtíðarinnar?-

Töltmeistarinn Alfa frá Blesastöðum 1A braut blað í sögu landsmóts þegar hún og Sigursteinn Sumarliðason sigruðu töltkeppni landsmóts annað árið í röð. Afburðarhæfni Ölfu hefur varla farið fram hjá neinum, en auk þess að hafa sigra fjölda töltmóta hefur hún hlotið einkunnina 10 fyrir gangtegundina á kynbótasýningu. Ferill Ölfu á keppnisbrautinni er nú að ljúka en hún mun nú fara í ræktun og er nú þegar fylfull við Spuna frá Vesturkoti.

Tveimur vikum fyrir landsmót fæddist hins vegar fyrsta afkvæmi afrekshryssunnar með hjálp fósturvísaflutninga. Hestfolald undan Kráki frá Blesastöðum 1A sem hefur veirð að gafa af sér hverja fjaðrandi tölthrossið á fætur öðru að undanförnu og hlaut hann 1. verðlaun fyrir afkvæmi á nýliðnu landsmóti. Krákur er einmitt með 9,5 fyrir tölt.

Hestfolald Ölfu og Kráks hefur fengið nafnið Ari og er kenndur við Skjálg. Hljóta miklar vonir að vera bundnar við þann nýfædda fola en eigandi hans er Ingjald Åm frá Noregi sem á einnig Ölfu. Mun Sigursteinn sitja brosandi á Ara með landsmótsbikar í hönd eftir nokkur ár?