laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Töltkeppni KB-mótaraðar á laugardag

22. febrúar 2012 kl. 09:29

Töltkeppni KB-mótaraðar á laugardag

Annað mót KB-mótaraðarinnar fer fram laugardaginn 25. Febrúar nk. í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Þá verður keppt í tölti í flokkum barna, unglinga, ungmenna, 1.flokki, 2.flokki og opnum flokki.

„Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 22. feb. á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com eða í s. 691-0280 eða 699-6116.  Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, upp á hvor höndina er riðið, kennitala knapa, nafn knapa, is númer hests. Auk þess þarf að koma fram fyrir hvaða lið keppt er ef keppt er fyrir lið.

Skráningargjald er 2000.kr fyrir opinn flokk, 1flokk og 2.flokk (2.fl. 20 keppnir eða minna) og ungmenni. (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt.481079-0399  í síðasta lagi fimmtudaginn 2. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.  Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.   Öll mótin hefjast kl.11:00.

Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum. Stíupláss til leigu (petursum@hotmail.com eða s.895-1748),“ segir í tilkynningu frá aðstandendum mótaraðarinnar en hún er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.  

KB-mótaröðin er bæði einstaklings og liðakeppni og er sem stendur Hyrnuliðið efst sem stendur en liðið skipar knapana Lindu Rún Pétursdóttur, Gyðu Helgadóttur, Heiðu Dís Fjeldsted, Klöru Sveinbjörnsdóttur, Hrefnu Maríu Ómarsdóttur og Rósu Valdimarsdóttur.