sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Töltkeppni er ekki hraðakeppni"

19. desember 2011 kl. 14:44

"Töltkeppni er ekki hraðakeppni"

Það vakti þónokkra athygli er Jóhann R Skúlason sagði frá því á fundi sem FT hélt í félagsheimili hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ,...

að hjann þjálfaði keppnishesta sína mikið í mjög lágum höfuðburði og að hann jafnvel sækist eftir því að ná þeim á bak við lóðlínu í þjálfuninni. Aðspurður sagðist Jóhann nota þessa þjálfun vegna þess að hún hjálpaði honum við það að ná fram í keppni þeim höfuðburði sem hann sækist mest eftir en hann vill hafa hestana reista og glæsilega í fallegri eftirgjöf.
Jóhann leggur einnig áherslu á að skammta hestunum verkefni eftir getu og í byrjun þjálfunar á hraðabreytingum gerir hann stuttar uppkeyrslur, „töltkeppni er ekki hraðakeppni“ sagði Jóhann.
Fundurinn var mjög fróðlegur og vakti mikla umræðu manna á meðal.
TÞG