þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Töltinu lokið

betasv@simnet.is
7. júlí 2018 kl. 21:54

Sigurvegarar í tölti á LM2018, Árni Björn og Ljúfur frá Torfunesi

Árni Björn og Ljúfur frá Torfunesi á toppnum.

Einum af hápunktum LM2018 var rétt í þessu að ljúka og urðu áhorfendur ekki fyrir vonbrigðum. Töltúrslitin voru æsispennandi og ekki ljóst hver færi með sigur af hólmi. Svo fór að sigurvegarinn frá því á síðasta Landsmóti, Árni Björn Pálsson, sigraði og nú að nýjum hesti, Ljúf frá Torfunesi með einkunina 9,17. Jakob Svavar og Júlía frá Hamarsey urðu í öðru sæti með einkunina 9,06. 

Heildarniðurstöður:

Tímabil móts: 01.07.2018 - 08.07.2018

 

 

Sæti

Keppandi

Heildareinkunn

1

Árni Björn Pálsson / Ljúfur frá Torfunesi

9,17

2

Jakob Svavar Sigurðsson / Júlía frá Hamarsey

9,06

3

Viðar Ingólfsson / Pixi frá Mið-Fossum

8,39

4-5

Hulda Gústafsdóttir / Draupnir frá Brautarholti

8,17

4-5

Siguroddur Pétursson / Steggur frá Hrísdal

8,17

6

Þórarinn Ragnarsson / Hringur frá Gunnarsstöðum I

7,94