miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Töltið er upplifun

29. nóvember 2014 kl. 10:39

Reiðtúr um svæði Rauðhóla nýtur mikilla vinsælda erlendra ferðamanna.

Bergljót Rist hjá Íslenska hestinum vill standa vörð um góða eiginleika hestsins

„Í hugum margra er hinn svokallaði hestaleiguhestur moldþægur og óspennandi. Þannig á það ekki að vera. Hestaleiguhestur á vissulega að vera þægur. En hann á einnig að vera hestur sem alla langar að fara á aftur, því hann er það góður. Þannig markaðssetjum- við íslenska hestinn,“ segir Bergljót Rist eða Begga Rist sem hefur undanfarin fjögur ár rekið fyrirtækið Íslenska hestinn í Fjárborg í Reykjavík.

Eiðfaxi ræddi við talsmenn hestaferðafyrirtækja sem sinna hinum ört stækkandi hópi erlendra ferðamanna sem sækja landið heim. Talið er að 17,3% erlendra ferðamanna greiði fyrir einhvers konar hestaferð.

Greinina má nálgast í 11. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.