föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tölthestafaðirinn brottflutti

31. maí 2015 kl. 14:26

Vákur frá Brattholti í heimahögum í Danmörku.

Vákur frá Brattholti skilar miklu í framræktun.

Vákur frá Brattholti er til umfjöllunnar í 5. tbl. Eiðfaxa. Vákur er þriðja afkvæmi móður sinnar en hann var sýndur í kynbótadómi árið 1992 af Magnúsi Trausta Svavarssyni og hlaut þá 7,99 í aðaleinkunn og þar af hæst 9,0 fyrir tölt. Þetta frábæra tölt virðist erfast vel frá Váki því fáir stóðhestar hafa getið af sér eins margar dætur sem skilað hafa eins frábærum tölthestum svo sem Loka frá Selfossi, Óskari frá Blesastöðum 1A, Krumma frá Blesastöðum 1A og Hreyfli frá Vorsabæ II.

Grein þessa má nálgast í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.