laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Töltgengir hagaljómar á Akureyri

3. febrúar 2014 kl. 13:06

Heimsókn Friðriks III Danakonungs

Svona leit hesturinn okkar út árið 1907: (skoða frá mín. 2:17)

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá skrúðreið frá Akureyri þegar Friðrik III Danakonungur heimsótti Akureyri árið 1907. Þar má sjá ansi marga þeirra taka létt hýruspor.

   

Ekki voru allir sammála um gæði þessarar gangtegundar þegar hún kom fyrst fram og þannig segir G. H. Schrader í bók sinni Hestar og reiðmenn á Íslandi, sem kom út árið 1915: „Einu eðlilegu gangtegundir hesta eru fetið, brokkið og stökkið. Allt annað er tómur tilbúningur; eða stafar af veiklun hestsins, eða það er honum meðfætt. Töltið er í miklum metum á Íslandi þó ljótt sé, og má fá það fram með því að hvetja hestinn þannig, að elta til taumana og halda þétt í þá ... Töltið er ganglag sem hestar eru þvingaðir til með talsverðri harðneskju, kenna þeir þá mikið til í munninum og blóðgast oft, svo að hestar sem tölta hrista oft höfuðið og láta illa við mélunum. Því miður eru margir hestar vakrir, eða þá tölta og kjósa það margir heldur og er þó það ganglag ljótt og hæfir aðeins lélegum og kveifarlegum reiðmönnum.“ sogusetur.is

Sem betur fer fór íslenskir reiðmenn ekki að ráðum Schraders.