miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tölt og skeiðmót á Hringholtsvelli

10. júní 2012 kl. 12:56

Tölt og skeiðmót á Hringholtsvelli

Næstkomandi fimtudagskvöld 14.júní mun mótanefnd Hrings standa fyrir Tölt og skeiðmóti á Hringsholtsvelli. Mótið hefst kl 18:00. Keppt verður í Tölti, 100m skeiði, 150m skeiði og 250m skeiði – rafræn tímataka.

Skráningar skulu berast á netfang félagsins:hringurdalvik@hringurdalvik.net Þar skal koma fram nafn hests, IS-númer og keppnisgrein, kennitala, símanúmer og nafn knapa.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 12.júní kl 19:00. Skráningargjöld skulu greidd inn á reikning félagsins fyrir miðvikudag 13.júní kl 20:00. Skráningargjöld: kr 2500 fyrir fyrstu skráningu kr 2000 fyrir næstu skráningar pr.knapa. Kennitala félagsins: kt. 540890-1029. Reiknisnúmer: 1177-26-175 – skýring