sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

TÖLT og SKEIÐ - ráslistar

Óðinn Örn Jóhannsson
5. mars 2019 kl. 08:37

Suðurlandsdeildin fimmgangur

Suðurlandsdeildin

Þá líður senn að lokakvöldi Suðurlandsdeildarinnar 2019 þar sem keppt verður í tölti og skeiði! Keppnin fer fram að venju í Rangárhöllinni á Hellu og hefst stundvíslega kl. 18:00.

Það er útlit fyrir hörkukeppni hvort sem er í tölti eða skeiði enda engin smá hross skráð til leiks! Staðan í liðakeppninni er hnífjöfn og geta öll lið staðið uppi sem sigurvegarar að deildinni lokinni.

1. Vöðlar/Snilldarverk 160,5

2. Húsasmiðjan 158,5

3. Fet/Kvistir 154

4. Equsana 150

5. Krappi 145

6. Heimahagi 136

7. Ásmúli 130,5

8. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 127,5

9. Töltrider 122,5

10. Austurás/Sólvangur 117

11. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 116,5  

Gott er að koma vel klæddur þar sem það gustar um þegar opnað verður í gegn og vekringarnir fara á flugskeiði!

Veitingar á staðnum - sjáumst í Rangárhöllinni annað kvöld!

Ráslistar eru birtir með fyrirvara um mannleg mistök.