þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tölt on Ice

26. október 2015 kl. 14:45

Jóhann Rúnar Skúlason og Hnokki frá Fellskoti sigruðu Tölt on Ice 2015. Í öðru sæti var Bernt Severinsen og Vignir Jónasson í því þriðja. Mynd: Isbitarna.se

Miðasala hafin á eina stærstu innanhús keppni í Svíþjóð

Innanhús mótið Tölt on Ice sem var haldið í Kungsbacka Svíþjóð í mars mun fara fram þann 1.-2. apríl 2016. Í fyrra mættu 2.000 manns að horfa á keppnina. Á næsta ári munu verða gerðar smá breytingar á fyrirkomulaginu en mótið verður bæði á föstudag og laugardag. Keppnin á laugardeginum verður með svipuð sniði eins og áður en keppendur fá boðsmiða á mótið. Á föstudeginum mun fara fram önnur keppni en þá munu austur og vestur Svíþjó keppa á milli sín. Sigurvegarinn fær síðan að keppa um verðlaunaféð á laugardeginum. Á laugardeginum verður bæði keppt í ungmennaflokki og fullorðinsflokki en einnig verður bætt við fjórgangskeppni. 

Það var Jóhann Skúlason og Hnokki frá Fellskoti sem sigruðu Tölt on Ice 2015 en þeir hlutu að launum 50.000 sænskar krónur eða um 750.000 íslenskar krónur.

Miðasala hefst í dag á  www.ticnet.se. Stakur miði á föstudeginum kostar 100 sæ.kr og á laugardeginum 200 sæ.kr. Miði á báða dagana kostar 250 sæ.kr.

Meiri upplýsingar inn á www.toltonice.com