fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tölt í Meistaradeild í hestaíþróttum

23. febrúar 2012 kl. 11:50

Allra augu munu hvíla á þessu pari í töltkeppni Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum í kvöld. Mynd/Hólmfríður Björnsdóttir.

Nokkrar þekktar stærðir á ráslista

Töltkeppni Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum fer fram í kvöld í Ölfushöllinni. Á ráslistanum má finna nokkrar þekktar stærðir í hestakosti. Artemisia Bertus, sem sigraði fyrstu tvær greinar deildarinna, er skráð í töltið með Óskar frá Blesastöðum, sem hún sigraði fjórganginn á. Allra augu munu nú mæna á þetta par í töltinu.

Sara Ástþórsdóttir er skráð með Dívu frá Álfhólum, en þær stöllur urðu númer tvö í gæðingafimi, einkum fyrir góða spretti á tölti. Þær eiga góðan árangur á útivelli í handraðanum. Jakob Svavar Sigurðsson er skráður með Árborgu frá Miðey, sem hefur átt góðu gengi að fagna í deildinni og víðar. Hulda Gústafsdóttir mætir á gömlum kunningja, Sveig frá Varmadal, sem er orðinn hagvanur í úrslitum í tölti og fjórgangi. Sigurbjörn Bárðarson er skráður með Jarl frá Miðfossum, sem hefur verið misjafn en náð góðum sprettum inn á milli.

Rásröð:

1       Ólafur Ásgeirsson       Spónn.is        Sædynur frá Múla
2       Þórdís Erla Gunnarsdóttir       Auðsholtshjáleiga       Glefsa frá Auðsholtshjáleigu
3       Elvar Þormarsson        Spónn.is        Gráða frá Hólavatni
4       Sigurður Vignir Matthíasson     Ganghestar / Málning    Lómur frá Langholti
5       Guðmundur Björgvinsson  Top Reiter / Ármót      Gaumur frá Dalsholti
6       Artemisia Bertus        Hrímnir Óskar frá Blesastöðum 1A
7       Eyjólfur Þorsteinsson   Lýsi    Háfeti frá Úlfsstöðum
8       John Kristinn Sigurjónsson      Hrímnir Tónn frá Melkoti
9       Sigurbjörn Bárðarson    Lýsi    Jarl frá Mið-Fossum
10      Sara Ástþórsdóttir      Ganghestar / Málning    Díva frá Álfhólum
11      Lena Zielinski  Auðsholtshjáleiga       Njála frá Velli II
12      Þorvaldur Árni Þorvaldsson      Top Reiter / Ármót      Hrókur frá Flugumýri II
13      Viðar Ingólfsson        Hrímnir Vornótt frá Hólabrekku
14      Sylvía Sigurbjörnsdóttir        Ganghestar / Málning    Þórir frá Hólum
15      Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur  Smyrill frá Hrísum
16      Eyvindur Mandal Hreggviðsson    Auðsholtshjáleiga       Hersveinn frá Lækjarbotnum
17      Teitur Árnason  Árbakki / Norður-Götur  Njáll frá Friðheimum
18      Hulda Gústafsdóttir     Árbakki / Norður-Götur  Sveigur frá Varmadal
19      Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Dreyri frá Hjaltastöðum
20      Ævar Örn Guðjónsson     Spónn.is        Liba frá Vatnsleysu
21      Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót      Árborg frá Miðey

Forsala aðgöngumiða er í Líflandi, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi, Selfossi. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.