þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tölt in Harmony

2. apríl 2014 kl. 13:24

Tölt in Harmony, fyrsta alþjóðlega mótið

Fyrsta alþjóðlega mótið

Fyrsta alþjóðlega Tölt in Harmony mótið verður haldið í Fákaseli fimmtudaginn 10. apríl kl. 20:00. Viðburðurinn byrjar á einstakri sýnikennslu á vegum FT (Félags Tamningamanna) og munu félagarnir Guðmar Þór Pétursson og Ólafur Andri Guðmundsson sýna mjög áhugaverða nálgun á þjálfun.
Stutt hlé
Trausti Þór Guðmundsson skýrir fyrir áhorfendum þegar knapi sýnir 1. erfiðleikastig. Að því loknu skýrir hann frá því þegar knapi ríður 3. erfiðleikastig. 

Tölt in Harmony - 2. erfiðleikastig
Keppendur: Jóhann Rúnar Skúlason, Fredrik Rydström, Ragnhildur Haraldsdóttir, Ólafur Andri Guðmundsson, Þorvaldur Árni Þorvaldsson,Sigurður SigurðarsonViðar Ingólfsson, Pernille Lyager Möller, Jakob Sigurðsson og Reynir örn Pálmason
Dómarar: Hinrik Bragason, Mette Moe MannsethSigurbjorn Viktorsson
Keppt verður í fyrsta sinn um hið glæsilega Eiðfaxa Töltfimihorn