mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tókst frábærlega

17. janúar 2011 kl. 13:54

Tókst frábærlega

Sýnikennslan hjá Sigurbirni Bárðarsyni i Rangárhöllinni tókst með eindæmum vel. Voru rúmlega hundrað manns sem fylgdust með af miklum áhuga... og gaman var að sjá hvað allir voru ánægðir með þetta framtak. Fór Sigurbjörn yfir sögu hestamennskunar frá því að hann byrjaði í hestamennskunni, hvað hafði breyst frá gömlu bandbeislunum og hvernig beislabúnaður hefði breyst, einnig að nú værum við eiginlega komin í hring með beislabúnaðinn, að best væri að nota einföld hringamél eins og voru í gömlu bandbeislunum en að sjálfsögðu eru það hendur og taumhald reiðmannsins sem ráða öllu um það hvernig hesturinn er taminn og hvað hann svara vel bendingum knapans. Þökkum við honum fyrir góðan fyrirlestur. Rangárhöllin