fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu efstu í flokki sjö vetra stóðhesta

27. ágúst 2019 kl. 11:00

Draupnir frá Stuðlum

Draupnir frá Stuðlum er hæst dæmdi stóðhesturinn í flokki sjö vetra eða eldri árið 2019 á Íslandi

 

Nú er öllum kynbótasýningum lokið árið 2019, hér á landi, og því ljóst hvaða hross eru þau hæst dæmdu í hverjum flokki. Ýtarlega verður fjallað um þau hross sem hæst dæmd eru í september blaði Eiðfaxa auk þess að kynbótaárið verður skoðað í heild sinni.

Í flokki sjö vetra stóhesta er það Draupnir frá Stuðlum sem hæstan dóm hlaut. Draupnir er undan Kiljan frá Steinnesi og Þernu frá Arnarhóli en bæði hafa þau hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Ræktendur Draupnis eru þau Páll Stefánsson og Edda Björk Ólafsdóttir að Stuðlum í Ölfusi en þau eiga Draupnir í samstarfi við Austurás ehf. Sýnandi á Draupni var Árni Björn Pálsson

Nói frá Stóra-Hofi hlaut næst hæstan dóm, en til stóð að hann yrði fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramótinu í Berlín. Smávægileg meiðsli urðu þó til þess að Árni Björn ákvað að sýna hann ekki á mótinu. Sýnandi á Nóa í hæsta dómi var Daníel Jónsson. Nói er undan Illingi frá Tóftum og Örk frá Stóra-Hofi

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili er þriðji hæst dæmdur á árinu í þessum flokki. Sýnandi á honum nú sem áður Jakob Svavar Sigurðsson. Nökkvi er undan Aðli frá Nýjabæ og Láru frá Syðra-Skörðugili.

Hér má sjá 17 hæst dæmdu hesta í þessum flokki fæddir á Íslandi. Í upphaflegu fréttinni vantaði þá hesta sem fæddir eru hér heima en sýndir erlendis og því er lengri listi birtur með þessari frétt.

Aðaleinkunn

Mótsheiti

Sýningarár

Nafn

Uppruni í þgf.

8.88

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

2019

Draupnir

Stuðlum

8.73

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

2019

Nói

Stóra-Hofi

8.67

FIZO Verden

2019

Lómur

Hrísum

8.66

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum við Hellu -fyrri vika 15. til 19. júlí.

2019

Nökkvi

Syðra-Skörðugili

8.65

Kåring 2 Herning

2019

Völsungur

Skeiðvöllum

8.64

Margaretehof

2019

Haukdal

Hafsteinsstöðum

8.63

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

2019

Rauðskeggur

Kjarnholtum I

8.61

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

2019

Glampi

Kjarrhólum

8.59

Kåring 2 Herning

2019

Haukdal

Hafsteinsstöðum

8.59

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

2019

Atlas

Hjallanesi 1

8.54

Biri

2019

Dreki

Útnyrðingsstöðum

8.54

Fjórðungsmót Austurlands -Hornafirði

2019

Skugga-Sveinn

Þjóðólfshaga 1

8.53

Seljord

2019

Ísak

Dýrfinnustöðum

8.51

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal, 24. til 26. júlí.

2019

Korgur

Garði

8.51

FIZO Lingen

2019

Bragi

Litlu-Tungu 2

8.5

Vorsýning Gaddstaðaflötum v. Hellu -fyrri vika 3. til 7. júní.

2019

Apollo

Haukholtum

8.49

Vorsýning Spretti í Kópavogi -seinni vika 11. til 14. júní.

2019

Ljúfur

Torfunesi